Um Þráinn

Þráinn Árni Baldvinsson er kennari að mennt en hann útskrifaðist frá KHÍ 2010.

Þráinn rekur eigin tónlistarskóla, Tónholt, ásamt því að halda utan um tónlistarstarfið í Norðlingaskóla en hann hefur kennt við skólann síðan í janúar 2008 og einnig sér hann um tónlistarstarfið á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti.

Þráinn Árni stundaði nám við tónlistarskóla Húsavíkur áður en hann hélt til Reykjavíkur og nam við FÍH 1993-´97. Þráinn starfaði sem tónmenntakennari við Borgaskóla, Grafarvogi, 1999-2000, umsjónar- og tónmenntakennari við Smáraskóla, Kópavogi, 2001-´07 og sem gítarkennari við Tónlistarskóla Garðabæjar 2002-´05. Þráinn hefur að auki kennt fjölmörg gítarnámskeið, sjálfstætt, við Tónlistarskóla Garðabæjar og í Gítarskóla Íslands.

Þráinn Árni er gítarleikari í hljómsveitinni Skálmöld.

 

Allar fyrirspurnir varðandi upptökur má senda á: gitarar@gmail.com

 

 

 

Discography