Tónholt

 

Í Tónholti er hægt að læra á gítar, bassa, trommur, ukulele, og píanó.

Kennarar:
Helga Ragnarsdóttir – píanó, gítar, ukulele, bassi, söngur
Helgi Einarsson – trommur
Sólveig Ásgeirsdóttir – söngur
Þorsteinn Einarsson (Steini Hjálmur) – gítar
Þráinn Árni Baldvinsson – gítar, bassi, ukulele, píanó, trommur

Námskeiðin eru í 10 – 12 vikur en alltaf er hægt að fá styttri námskeið og einnig er í boði að kaupa staka tíma.

Þeir sem ekki komast á námskeið geta fengið kennslu í gegnum Skype, Zoom og Facetime.

Hafir þú áhuga á að skrá þig á námskeið í Tónholti getur þú sent tölvupóst á gitarar@gmail.com

 

Um skólann

Námið er byggt upp í kringum áhugasvið nemenda og áhersla lögð á að nemendur njóti sín í sínu tónlistarnámi.

Hver og einn nemandi lærir á sínum forsendum og hefur mikið um nám sitt að segja.

Tónholt er ekki námskrárbundinn skóli.

Tónlistarskólinn er staðsettur í Norðlingaholti og hefur aðstöðu innan veggja Norðlingaskóla í Árvaði 3, 110 Reykjavík.

 

Eigandi Tónholts er Þráinn Árni Baldvinsson.

Tónholt er á Facebook 

Tónholt er líka á Youtube en þar er hægt að skoða kennslumyndbönd fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Um Þráinn
Þráinn Árni Baldvinsson er kennari að mennt en hann útskrifaðist frá KHÍ 2010.

Þráinn rekur eigin tónlistarskóla, Tónholt, ásamt því að halda utan um tónlistarstarfið í Norðlingaskóla en hann hefur kennt við skólann síðan í janúar 2008. Hann sér einnig um tónlistarstarfið á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti og framhaldsskólanum Borgarholtsskóla í Grafarvogi ásamt því að heimsækja reglulega skóla og stofnanir með námskeið og fyrirlestra.

Þráinn Árni stundaði nám við tónlistarskóla Húsavíkur áður en hann hélt til Reykjavíkur og nam við FÍH 1993-´97. Þráinn starfaði sem tónmenntakennari við Borgaskóla, Grafarvogi, 1999-2000, umsjónar- og tónmenntakennari við Smáraskóla, Kópavogi, 2001-´07 og sem gítarkennari við Tónlistarskóla Garðabæjar 2002-´05. Þráinn hefur að auki kennt fjölmörg gítarnámskeið, sjálfstætt, við Tónlistarskóla Garðabæjar og í Gítarskóla Íslands.

Þráinn Árni er gítarleikari í hljómsveitinni Skálmöld.

 

Allar fyrirspurnir má senda á: gitarar@gmail.com