Gítarstrengir

Ég nota eingöngu D’Addario gítarstrengi en þeir fást í Tónastöðinni, Skipholti 50d.

Þegar ég spila með Skálmöld þá nota ég NYXL strengina. Þeir hljóma best fyrir mig og endast
mikið lengur en aðrir strengir sem ég hef prófað.

Ég á nokkra kassagítara en nota ekki sömu strengi í þá enda eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir.
Augljóslega þarf klassíski Alhambra gítarinn minn nælonstrengi á meðan gamli Zetorinn minn (J.B. Player) þarf allt öðruvísi víraverk.

Martin gítarinn minn er þessa dagana strengjaður með 0.11 Gypsy jazz strengjum.

 

Gítarstrengir